Útkall vegna elds á Ásbrú

Eldurinn var minni háttar.
Eldurinn var minni háttar. mbl.is/Eggert

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi á Ásbrú nú á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt starfsmanni varðstofu Brunavarna var um minni háttar eld að ræða, en íbúðin sem eldurinn kom upp í var mannlaus og höfðu nágrannar látið vita.

Var eldurinn staðbundinn og var strax ráðið við hann og komið var inn í íbúðina. Fjölbýlishúsið er við Bogabraut á Ásbrú, en slökkvilið er enn á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert