Eykur samdrátt milli ára

Fjarvera Kínverja af völdum kórónaveirunnar nýju bitnar á verslun og …
Fjarvera Kínverja af völdum kórónaveirunnar nýju bitnar á verslun og þjónustu í höfuðborginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ljósið í myrkrinu var að kínverska nýárið væri að koma en það gekk ekki eftir. Við erum að upplifa hrun,“ segir verslunareigandi í miðborg Reykjavíkur. Rekstrartölur bendi til að hver Kínverji eyði að meðaltali fjórum sinnum meira en hver Bandaríkjamaður. Hlutfallið sé tveir til þrír á móti einum í öðrum verslunum.

Viðskipti Kínverja í kringum kínverska nýárið hafi skilað verslun hans einni bestu viku ársins í fyrra. Nýárið hafi þá verið síðar á ferð en í ár, eða 5. febrúar. Eftir ferðabann kínverskra stjórnvalda í kringum nýárið síðustu helgi hafi tekjur af vörum sem eru eftirsóttar af Kínverjum minnkað um 60-70% milli ára.

Stóra myndin sé sú að fjárfest hafi verið fyrir milljarða, ef ekki tugi milljarða, í miðborginni síðustu ár með væntingar um tvær og hálfa milljón ferðamanna í fyrra og svo enn fleiri næstu ár. Hins vegar hafi aðeins komið um tvær milljónir ferðamanna í fyrra og óvíst um framhaldið.

Samhliða hafi miðborgarsvæðið verið stækkað vestur að Granda og austur fyrir Hlemm. Fyrir vikið sé framleiðslugetan langt umfram eftirspurn. Erfiðleikar flugfélaga, kórónaveiran og fleira hafi breytt stöðunni. Horfur séu á að veturinn verði jafn erfiður og haustið. Sumarið muni ráða miklu um framhaldið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert