Fleiri mælar og aukin vöktun á Reykjanesskaganum

Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík.
Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðurstofa Íslands hefur bætt við mælum og mun fá aðgang að gögnum úr mælum annarra til að geta betur fylgst með þróun mála í nágrenni við Þorbjörn hjá Grindavík.

Í gær stóð til að setja upp tvo GPS-mæla, annan uppi á Þorbirni og hinn vestan við fjallið.

Auk eigin jarðskjálftamæla mun Veðurstofan fá gögn úr þremur til fjórum mælum til viðbótar. ÍSOR hóf þyngdarmælingar á svæðinu í gær auk þess sem þangað kemur færanleg ratsjá og LIDAR-mælir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert