Greiðar leiðir frá Grindavík

Flóttaleiðir verða tryggðar við Grindavík.
Flóttaleiðir verða tryggðar við Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegagerðin hefur aukið þjónustu á vegum sem liggja að og frá Grindavík. Suðurstrandarvegur var þjónustaður fimm daga í viku og Nesvegur í þrjá daga.

Þeir njóta nú báðir sjö daga þjónustu eða sömu þjónustu og Grindavíkurvegurinn, sem er aðalsamgönguæð Grindvíkinga. Suðurstrandarvegur liggur austur með ströndinni til Þorlákshafnar en Nesvegur vestur með ströndinni og út á Reykjanes og þaðan norður í Hafnir.

Aðaláherslan er lögð á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs frá Grindavík, að sögn Vegagerðarinnar. Þetta er gert vegna óvissustigs almannavarna vegna mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið Þorbjörn sem er í næsta nágrenni við Grindavík.

Vaktstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík fékk fyrirmæli um að vera til taks til að sinna þeirri þjónustu sem almannavarnir óska eftir, en sólarhringsvakt er í vaktstöðinni. Eftirlit verður aukið með ástandinu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og séð verður til þess að þeir verði færir alla daga og án flughálku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »