Hægir á landrisinu

„Það er að draga úr þessu, þannig lítur það út …
„Það er að draga úr þessu, þannig lítur það út núna, en ég myndi alls ekki halda því fram að það sé að draga úr virkninni strax,“ segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að það hefur hægt verulega á landrisinu vestan við Þorbjarnarfell nærri Grindavík, sem hefur verið óvanalega hratt síðustu vikuna, eða um 3-4 millimetrar á dag.

„Ég myndi nú fara varlega í að draga einhverjar miklar ályktanir af því strax, þetta er náttúrlega bara einn punktur og skjálftavirknin hefur aukist frekar en hitt,“ segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofunni, spurður um þetta.

Hann segir að hann myndi vilja sjá nokkra daga af mælingum sem sýndu lítið eða ekkert landris til þess að geta „raunverulega farið að túlka“ hvað þetta þýðir.

„En það er að draga úr þessu, þannig lítur það út núna, en ég myndi alls ekki halda því fram að það sé að draga úr virkninni strax,“ segir Benedikt, sem er í dag við störf á Svartsengissvæðinu að koma fyrir fleiri mælitækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert