Selja þjarka fyrir rúmlega milljarð

Kristján Ármannsson segir að róbótar frá fyrirtækinu séu víða notaðir …
Kristján Ármannsson segir að róbótar frá fyrirtækinu séu víða notaðir hjá fiskeldisfyrirtækjum, en yfir 20 manns starfa hjá Samey í Garðabæ. mbl.is/​Hari

Samningur um iðnþjarka eða róbóta upp á rúmlega einn milljarð, sem tæknifyrirtækið Samey í Garðabæ gerði á síðasta ári við norskt laxeldisfyrirtæki, er með stærri samningum sem fyrirtækið hefur gert.

Samey hefur selt róbóta og kerfi sem tengjast þeim víða, en af alls 120 þjörkum er um helmingurinn í Noregi. Flestir eru þeir í fyrirtækjum sem tengjast laxeldi og segir Kristján Ármannsson, yfirmaður tæknilegra lausna hjá Samey, að gott orðspor sé besta auglýsingin.

Eldisfyrirtækið SinkabergHansen í Rörvik fyrir norðan Þrándheim er að byggja nýtt hátæknisláturhús. Það samdi við Samey um kaup á sex þjörkum og voru tveir þeirra settir upp í eldra sláturhúsi. Fjórir róbótar fara beint í nýtt sláturhús sem verður komið í rekstur vorið 2021. Síðasti áfangi samningsins verður að flytja eldri róbótana tvo yfir í nýja húsið.

Þjarkarnir koma frá japanska fyrirtækinu Fanuc Robotics, en Samey sér um lagnir, færibönd, öryggiskerfi og fleira og smíðar margvíslegan annan búnað sem sérhæfing hússins kallar á. Þjarkarnir sjá um að taka frauðplastskassa með pökkuðum laxi af færiböndum og koma á bretti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert