Um 200 ferðum frestað

Air Iceland Connect hefur aflýst tæplega 40% ferða í janúar.
Air Iceland Connect hefur aflýst tæplega 40% ferða í janúar. mbl.is/Sigurður Bogi

Air Iceland Connect hefur orðið að aflýsa tæplega 40% áætlaðra ferða það sem af er janúar eða um 200 ferðum, einkum vegna veðurs, en í einstaka tilfellum vegna bilana. Á sama tíma í fyrra féllu um 10% ferða niður eða um 50 ferðir.

Flestar flugferðir félagsins eru til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða. Að jafnaði eru tvær ferðir á dag til Ísafjarðar, þrjár til fimm ferðir til Egilsstaða og fjórar til sex til Akureyrar.

Í Morgujnblaðinu í dag segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að veður hamli oftast flugi til Ísafjarðar og á því hafi ekki orðið breyting í líðandi mánuði, en hlutfall niðurfelldra ferða sé líka hátt á Akureyri og til Egilsstaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »