Valsblaðið sameinar

Guðni Olgeirsson var heiðraður fyrir 15 ára samfellda ritstjórn Valsblaðsins …
Guðni Olgeirsson var heiðraður fyrir 15 ára samfellda ritstjórn Valsblaðsins árið 2017. 71. árgangur þess kom út á dögunum. Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs.

Nýjasta Valsblaðið er komið út og er það stútfullt af efni í máli og myndum um atburði í félaginu á nýliðnu ári. Blaðið er 140 síður í A4-broti og má fullyrða að það sé það glæsilegasta innan íþróttahreyfingarinnar.

„Félagið leggur mikinn metnað í að hafa blaðið sem veglegast,“ segir Guðni Olgeirsson, sem tók við ritstjórninni af Þorgrími Þráinssyni fyrir um 17 árum og hefur haft umsjón með blaðinu síðan.

Knattspyrnufélagið Valur var stofnað 11. maí 1911. Fyrsta Valsblaðið var átta síður og kom út í janúar 1939. Útgáfan var stopul næstu áratugina en blaðið var endurvakið 1958 með krafti. Það hefur komið út nánast árlega síðan og nú í 71. sinn.

Leiðir margra inn í íþróttahreyfinguna liggja í gegnum foreldrastarfið. Um aldamótin var Guðni virkur í foreldrastarfi Vals. Hann segir stjórnendur félagsins hafa vitað af því að hann hafi verið í stefnumótunarvinnu í menntamálaráðuneytinu og því hafi hann verið fenginn til þess að hjálpa til við að móta knattspyrnustefnu á vegum unglingaráðs. Þegar Þorgrímur Þráinsson hætti sem ritstjóri Valsblaðsins hafi hann verið beðinn að taka við blaðinu 2003. „Mér þótti þetta þá fráleit hugsun en ég lét samt tilleiðast og tók að mér að sjá um eitt blað. Þau eru nú orðin sautján.“

Sjá viðtal við Guðna Olgeirsson í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert