Lét lífið í snjóflóði

Frá aðgerðum viðbragðsaðila í gær.
Frá aðgerðum viðbragðsaðila í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður lést í snjóflóði sem féll við Móskarðshnjúka um hádegisbil í gær. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar, en var úrskurðaður látinn eftir að þangað var komið.

Maðurinn hét Sigurður Darri Björnsson, 23 ára, til heimilis í Hafnarfirði, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá.

mbl.is