Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Eyjum í gær

Áður fyrr var eins og svartfuglinn tæki mið af loðnugöngum.
Áður fyrr var eins og svartfuglinn tæki mið af loðnugöngum. mbl.is/RAX

Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Vestmannaeyjum í gær. Það hefur ekki gerst jafn snemma ársins í meira en 100 ár.

Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur fylgst með komutíma svartfuglsins í yfir 70 ár og faðir hans, Jónas Sigurðsson frá Skuld, gerði það einnig áratugum saman. Þeir hafa því skráð komutíma svartfuglsins í meira en 100 ár.

„Það fyrsta sem pabbi skráði hjá sér um að svartfugl settist upp var 4. febrúar. Mér þótti það alltaf óeðlilega fljótt og langaði að slá metið hans! Það fyrsta sem ég á skráð hjá mér um komutíma svartfuglsins er 7. febrúar. Það að hann setjist upp 29. janúar er alveg viku fyrr en áður hefur þekkst í okkar skráningum,“ segir Sigurgeir í Morgunblaðinu í dag.

Hann sagði að glöggur maður sem var með Herjólfi í gær hefði haft samband og sagt tíðindin. Sigurgeir fór svo og skoðaði bergið. Svartfuglinn sat þá uppi í tveimur nokkuð stórum bælum sunnan í Ystakletti rétt vestan við Klettsnef.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert