Helgi hættir í Hæstarétti

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Helgi Ingólfur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, hefur óskað eftir lausn frá embætti hæstaréttardómara. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Helgi, sem er fæddur árið 1955 og því 65 ára á þessu ári, var skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012. Hann hefur verið varaforseti Hæstaréttar frá ársbyrjun 2017 og átti að gegna því starfi til ársloka 2021, samkvæmt upplýsingum á vef Hæstaréttar.

Aftari röð: Ingveldur Einarsdóttir, Benedikt Bogason, Gréta Baldursdóttir, Helgi Ingólfur …
Aftari röð: Ingveldur Einarsdóttir, Benedikt Bogason, Gréta Baldursdóttir, Helgi Ingólfur Jónsson, Karl Axelsson. Fremri röð: Þorgeir Örlygsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Markús Sigurbjörnsson, Viðar Már Matthíasson, Eiríkur Tómasson. Af vef Hæstaréttar Íslands

Tveir dómarar fengu lausn frá embætti 1. október, þeir Markús Sig­ur­björns­son og Viðar Már Matth­ías­son. Í þeirra stað var Ingveldur Einarsdóttir skipuð dómari.

Líkt og fram kom á mbl.is í gær eru tvö af hrun­mál­un­um svo­kölluðu sem tengj­ast Lands­bank­an­um kom­in aftur á dag­skrá Hæsta­rétt­ar, þrátt fyr­ir að dóm­ur hafi upp­haf­lega fallið í þeim í októ­ber 2015 og í fe­brú­ar 2016.

Dóm­ar­ar í mál­un­um þegar þau voru tek­in fyr­ir árin 2015 og 2016 voru Markús Sig­ur­björns­son, Ei­rík­ur Tóm­as­son, Helgi I. Jóns­son og Viðar Már Matth­ías­son, sem all­ir dæmdu í báðum mál­un­um. Þá var Þor­geir Örlygs­son dóm­ari í Ímon-mál­inu og Gunn­laug­ur Claessen í markaðsmis­notk­un­ar­mál­inu. Aðeins Helgi er enn starf­andi sem hæsta­rétt­ar­dóm­ari, en eng­inn þeirra kem­ur að því að dæma mál­in að nýju í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert