Jarðskjálfti upp á 4,3 við Grindavík

Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík.
Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti upp á 4,3 átti sér stað 5,2 kílómetra frá Grindavík í kvöld klukkan 22.23. Um mínútu áður hafði riðið yfir skjálfti að stærð 4,0. Annar skjálfti upp 3,4 á varð skömmu áður, eða klukkan 21.46.

Snörp jarðskjálftahrina virðist vera að ganga yfir og hafa íbúar á Reykjanesi fundið vel fyrir skjálftunum, auk þess sem þeir fundust á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Um er að ræða stærstu skjálfta sem mælst hafa síðan skjálftahrina hófst 21. janúar.

Að minnsta kosti sjö eftirskjálftar hafa orðið, yfir 1 að stærð, þar af tveir yfir 2 að stærð.

Tugir eftirskjálfta hafa orðið eftir stærsta skjálftann, 4,3, sem reið yfir klukkan 22:23, þar af a.m.k. fjórir yfir 2 að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert