Skjálfti að stærð 3,3 við Grindavík

Enn skelfur jörð við Grindavík.
Enn skelfur jörð við Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærð 3,3 varð um 5 kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 19.04 í kvöld. Engir eftirskjálftar hafa fylgt, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Um klukkan níu í morgun varð jarðskjálfti sömu stærðar um 2 kílómetra norðaustur af Grindavík og á föstudag varð skjálfti að stærð 4,3 á sama svæði og fannst ansi vel í Grindavík og víðar.

Nýj­asta GPS-úr­vinnsl­an sýn­ir áfram­hald­andi landris á svæðinu vest­an við Þor­björn. Í heild­ina hef­ur land risið um 4,5 sentiímetra frá 20. janú­ar.

Gervi­tungla­mynd­ir sýna sömu þróun. Lík­leg­ast er að jarðskjálfta­virkn­in stafi af spennu­breyt­ing­um vegna þessa landriss á svæðinu. Sam­fara landrisi og breyt­ing­um í jarðskorpu má bú­ast við áfram­hald­andi jarðskjálfta­virkni.

Mynd/Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert