Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni

Yfir 1.200 skjálftar hafa orðið í nágrenni Grindavíkur frá 20. …
Yfir 1.200 skjálftar hafa orðið í nágrenni Grindavíkur frá 20. janúar. Mynd af skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en töluvert hefur dregið úr hrinunni, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands.

Stærstu skjálftarnir í gær mældust 3,3 að stærð. Sá fyrri klukkan 9 um morguninn og sá seinni rúmlega sjö í gærkvöldi. Báðir fundust í Grindavík.

Stærsti skjálftinn í þessari hrinu varð á föstudagskvöld, 4,3 að stærð. Það er eini skjálftinn sem mælst hefur yfir 4. Alls hafa yfir 1.200 jarðskjálftar orðið á Reykjanesi frá því landris hófst vestan við Þorbjörn 20. janúar sl., samkvæmt jarðskjálftavefsjá Veðurstofunnar. Landrisið heldur áfram og er nú komið í 4 sentimetra á þessu tímabili. Veðurstofan segir að með landrisi megi búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert