Enskumælandi ferðafólki fækkar

Kátir ferðamenn.
Kátir ferðamenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega tvær milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins með flugi um Keflavíkurflugvöll árið 2019 eða um 14,2% færri en árið 2018. Hlutfallslega var fækkunin mest í maí (-23,6%) og september (-20,7%).

Þetta kemur fram á vefsíðu Ferðamálastofu í nýrri samantekt. Þar kemur fram að 71% ferðamanna var af tíu þjóðernum og þar af voru Bandaríkjamenn, Bretar, Kínverjar, Þjóðverjar og Frakkar fjölmennastir. Þá fækkaði Bandaríkjamönnum mest milli ára 2018-2019 eða um þriðjung og var fækkunin næst mest á Kanadamönnum (-20%) og Bretum (-12%).

Níu af hverjum tíu ferðamönnum voru í fríi á Íslandi sem eru álíka margir og árið 2018.

Dvalartími erlendra ferðamanna var um 6,6 nætur árið 2019, álíka og árið 2018. Lengst dvöldu ferðamenn hér í ágúst, að meðaltali í 8,4 nætur og í júlí en þá dvöldu þeir að meðaltali í átta nætur. Styst stöldruðu ferðamenn við í janúar þegar þeir dvöldu að meðaltali í 4,5 nætur.

Af tíu fjölmennustu þjóðernunum dvöldu Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar og Ítalir lengst eða meira en átta nætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert