Margir litlir skjálftar

Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík.
Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en nóttin var nokkuð tíðindalítil. Frá miðnætti hafa mælst um 40 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Frá 21. janúar hafa yfir 1.000 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, þar af um 700 yfir helgina og voru þeir flestir staðsettir í SV/NA-stefnu um 2 km NA af Grindavík.

Stærsti skjálft­inn í þess­ari hrinu varð á föstu­dags­kvöld, 4,3 að stærð. Það er eini skjálft­inn sem mælst hef­ur yfir 4.

Landrisið held­ur áfram og er nú komið í 4 senti­metra á þessu tíma­bili. Veður­stof­an seg­ir að með landrisi megi bú­ast við áfram­hald­andi jarðskjálfta­virkni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert