Rúmlega 20 skjálftar í nótt

Horft yfir Grindavík.
Horft yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík en frá miðnætti hafa mælst rúmlega 20 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð.

Frá 21. janúar hafa yfir 1.100 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, þar af um 700 yfir helgina og voru þeir flestir staðsettir í SV/NA-stefnu um 2 km NA af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Þar segir enn fremur að land hafi risið um fimm sentimetra frá 20. janúar en með landrisi megi búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni.

Stærsti skjálfti hrinunnar var 4,3 að stærð á föstudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert