Tilbúin fyrir kórónuveiru

Hlífðarbúnaður, plastgallar, grímur og fleira slíkt er nú tiltækt á …
Hlífðarbúnaður, plastgallar, grímur og fleira slíkt er nú tiltækt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna kórónuveirunnar er hlífðarbúnaður, plastgallar, grímur og fleira slíkt nú tiltækt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.

Þeim skilaboðum er beint til sjúklinga að koma ekki á stöðvarnar nema gera boð á undan sér telji þeir sig bera veiruna, en það er hægt með því að hringja í 1700 eða á heilsugæslustöð.

„Við eigum að vera vel í stakk búin til að mæta þessu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og yfirlæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðisins.

Reynt er að undirbúa og samræma öll viðbrögð á heilsugæslustöðvum og fær starfsfólk upplýsingar um gang mála. Læknavaktin er einnig mikilvæg og margir hringja í símanúmerið 1700 en þar eru veittar upplýsingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert