MDE hafnaði beiðni íslenska ríkisins

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg. Ljós­mynd/​ECHR

Landsréttarmálið svonefnda, mál Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, verður tekið fyrir í yfirrétti Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strassborg í dag.

Hinn 5. febrúar í fyrra fór fram skriflegur málflutningur í málinu fyrir undirrétti. Dómur var kveðinn upp 12. mars í fyrra en undirréttur taldi slíka annmarka á skipan dómara í Landsrétt að stefnandi, Guðmundur Andri, hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir réttinum. Fimm dómarar af sjö voru þessarar skoðunar en tveir dómaranna skiluðu séráliti. Þeir voru ósammála meirihlutanum. Eftir að dómurinn féll sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra. Sigríður verður viðstödd réttarhöldin sem hefjast klukkan 8.15 að íslenskum tíma.

Höfðu frest til 11. nóvember

Hinn 9. apríl óskaði íslenska ríkið eftir því að yfirréttur endurskoðaði málið og hinn 9. september féllst dómstóllinn á að taka málið fyrir í yfirrétti. Málsaðilar höfðu frest til 11. nóvember til að skila greinargerð en um það leyti var greint frá því að ísenska ríkið hefði fengið breska lögmanninn Timothy Otty til að flytja málið fyrir hönd Íslands. Hann og Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, skipta mér sér málflutningnum. Fær hvor málsaðili 30 mínútur og dómarar geta spurt spurninga í kjölfarið. Reiknað er með 10 mínútum í spurningar fyrir hvorn málsaðila. Íslenska ríkið sótti um lengri tíma til málflutnings, eða 45 mínútur, en dómstóllinn hafnaði því.

Líka í yfirrétti

Róbert Spanó, annar tveggja varaforseta MDE, mun sitja í yfirrétti við meðferð málsins, líkt og hann gerði í undirréttinum í fyrra.

Það er samkvæmt reglum MDE um að lögmaður aðildarríkis, í þessu tilviki Róbert, sitji bæði í undirrétti og yfirrétti við meðferð máls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert