Sjö vilja stýra Borgarleikhúsinu

Nýr stjórnandi Borgarleikhússins tekur við á næsta ári.
Nýr stjórnandi Borgarleikhússins tekur við á næsta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjö sóttu um stöðu borgarleikhússtjóra og unnið er að því að fara yfir umsóknir, að sögn Eggerts Benedikts Guðmundssonar, formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær greint verður frá því hver verður fyrir valinu en hann mun starfa fyrst um sinn við hlið Kristínar í einhvern tíma áður en hann tekur alfarið við stjórntaumunum.

Stjórnin mun ekki gefa upp nöfn umsækjenda. Umsóknarfrestur rann út 30. janúar. „Við erum fyrr á ferðinni en áður og ástæðan er sú að fyrirsjáanlegt er að Kristín verður ekki ráðin áfram því hennar öðru tímabili er að ljúka,“ segir Eggert. 

Lögum samkvæmt getur borgarleikhússtjóri eingöngu setið tvö ráðningatímabil. Kristín lætur af störfum í júlí á næsta ári. Eggert segir að ákveðið hafi verið að auglýsa fyrr núna svo næsti stjórnandi ætti kost á því að setja sig betur inn í starfið og geta mögulega sett mark sitt á leikárið 2021-2022. Þessi vinnubrögð tíðkast víða erlendis og gera erlend leikhús og listastofnanir löng tímaplön. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert