Tólf mál í viðbót bíða meðferðar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls bíða tólf mál frá Íslandi sem eru sambærileg Landsréttarmálinu til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.

Landsréttarmálið fjallar um hvernig staðið var að skipun fjögurra dómara við Landsrétt.

„Já, þetta eru allt saman mál sem varða einhvern af þessum fjórum dómurum. Flest af þeim eru sakamál en þó eru eitt eða tvö einkamál líka,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í tíufréttum RÚV.

Hann flutti í dag mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem varðar umferðarlagabrot sem sakborningur játaði. Því var skotið til dómstólsins á þeirri forsendu að einn af dómurunum í Landsrétti hefði ekki haft löglegt dómsvald þar sem hann hafi verið skipaður ólöglega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert