Trassaði prjónaskapinn

Lárus Sigfússon og Kristín Gísladóttir klæddu sig upp á í …
Lárus Sigfússon og Kristín Gísladóttir klæddu sig upp á í gær í tilefni dagsins í dag. mbl.is/RAX

Elsti karl landsins, Lárus Sigfússon, er 105 ára í dag. Hann sér orðið illa og heyrnin er skert en enginn kemur að tómum kofunum hjá honum og glettnin leynir sér ekki.

„Þegar ég var hundrað ára fór ég síðast á hestbak og þá hætti ég líka að keyra bíl en ég hef rafskutluna til að skjótast í búðina þegar færðin er góð,“ segir hann. „Verst er að ég trassaði að læra að prjóna því það er það eina sem ég gæti annars gert svona sjóndapur.“

Afmælisbarnið hefur alltaf verið á ferðinni. Ungur reri Lárus til fiskjar frá Stóru-Hvalsá í Hrútafirði á árabáti með föður sínum og móðurbróður. Hann og Anna, systir hans, voru á fermingaraldri þegar þau reru yfir Hrútafjörðinn, gengu síðan yfir hálsinn og á Hvammstanga þar sem móðir þeirra lá veik á sjúkrahúsi og síðan sömu leið til baka sama dag. „Þegar ég var 16 ára og vetrarmaður í Miðfirði keypti ég tvö lömb á Króksstöðum, teymdi þau yfir hálsinn og fór einsamall með þau í báti frá Bessastöðum yfir að Stóru-Hvalsá,“ minnir hann á.

Sjá samtal við Lárus í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert