Lögreglubifreið í forgangsakstri lenti í árekstri

Lögreglubíllinn fór yfir gatnamótin á rauðu ljósi en lenti þá …
Lögreglubíllinn fór yfir gatnamótin á rauðu ljósi en lenti þá í árekstri við annan bíl. mbl.is/Hjörtur

Lögreglubifreið í forgangsakstri lenti í árekstri á gatnamótum Nýbýlavegar og Engihjalla um klukkan átta í morgun.

Að sögn Gunnars Hilmarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni, barst lögreglu útkall vegna meðvitundarlauss manns á Smiðjuvegi rétt fyrir klukkan átta og var um að ræða svokallað F2-útkall, sem er næstmesti forgangur, og var lögreglubíllinn því með blá ljós og sírenur.

Lögreglubíllinn fór yfir gatnamótin á rauðu ljósi en lenti þá í árekstri við annan bíl sem var að koma frá Engihjalla.

Þrír lögreglumenn voru í bílnum og ökumaður var einn í hinum bílnum. Engum varð meint af árekstrinum og er tjón á bifreiðunum minni háttar. Einhverjar umferðartafir urðu vegna árekstursins.

Fyrst var greint frá málinu á Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert