Bálhvasst undir Hafnarfjalli

Vindaspáin á landinu kl. 13.
Vindaspáin á landinu kl. 13. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurspár gera ráð fyrir stormi síðdegis, einkum suðvestan- og vestanlands. Frá klukkan tvö til fimm í dag verða hviður allt að 35 m/s undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi.

Þetta kemur fram í ábendingu veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Suður­landi, við Faxa­flóa, Breiðafjörð og á miðhá­lend­inu. 

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðalleiðir eru mikið til auðar en sums staðar er hálka á fáfarnari vegum. Talsvert er um skemmdir vegna hlýinda og víða slæmar holur í bundnu slitlagi.

Veðurvefur mbl.is

Það verður hvasst undir Hafnarfjalli.
Það verður hvasst undir Hafnarfjalli. mbl.is/Gúna
mbl.is