Tveggja mánaða úthald hjá Þór

Þór gegndi sem kunnugt er lykilhlutverki í óveðrinu á Norðurlandi …
Þór gegndi sem kunnugt er lykilhlutverki í óveðrinu á Norðurlandi í desember og á Vestfjörðum í janúar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áætlað er að varðskipið Þór komi til Reykjavíkur um miðja næstu viku þar sem áhafnarskipti verða.

Verður úthald varðskipsins þá búið að standa yfir í 60 daga sem er með því lengsta sem þekkst hefur hjá Þór síðan skipið kom nýtt árið 2011.

„Það er rétt að úthald varðskipsins Þórs hefur verið í lengri kantinum að þessu sinni. Ástæðan er sú að varðskipið er mun stærra og öflugra en varðskipið Týr. Þar fer betur um mannskap og farþega um borð heldur um borð í Tý. Þar sem veður hafa verið válynd og útlit var fyrir að svo yrði áfram var tekin var sú ákvörðun að halda varðskipinu Þór áfram úti og færa áhöfnina á varðskipinu Tý yfir á Þór. Stærstur hluti áhafnarinnar á varðskipinu Tý hafði talsverða reynslu af því að vera um borð í Þór og því var vitað að áhafnarskiptin myndu ganga vel, sem og þau gerðu,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert