Vara við slitlagsblæðingum á Holtavörðuheiði

Malbikið flettist af og festist á bíldekkjum.
Malbikið flettist af og festist á bíldekkjum. Ljósmynd/Aðsend

Vegagerðin varar við slitlagsblæðingum á þjóðvegi 1 frá Holtavörðuheiði að Öxnadal. Fjölmargir ökumenn lentu í vandræðum í gærkvöldi allt frá Holtavörðuheiði og norður í Skagafjörð, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 

Þegar í stað var borinn sandur á malbikið í gær, samkvæmt verklagi Vegagerðarinnar. Í dag verður þetta skoðað frekar. Spáð er kólnandi veðri og því ætti að draga úr blæðingum á slitlagi en hiti fór yfir frostmark í gær. 

mbl.is