Þurfa betri lýsingu til að auka öryggi

Arnarhóll þykir illa lýstur.
Arnarhóll þykir illa lýstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt er að lýsing í miðborginni verði bætt í því skyni að auka öryggi íbúa og gesta miðborgarinnar að mati íbúaráðs miðborgar og Hlíða.

Börn og unglingar hafa sagst vera smeyk við að nota ýmsar gönguleiðir í miðbænum vegna lélegrar lýsingar.

Margrét M. Norðdahl, formaður íbúaráðsins, bað um upplýsingar frá íbúum á svæðinu um það hvar þyrfti helst að bæta lýsingu.

Listi yfir þá staði sem þarf að lýsa betur hefur verið sendur á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

45-50 manns mættu á fund íbúaráðsins í lok janúar og tóku þátt í umræðum um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert