Arnþrúður dæmd til að greiða miskabætur

Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir.
Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir. mbl.is/Samsett mynd

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, var í morgun dæmd til að greiða Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV og stjórnarmanni Stundarinnar, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla sem hún lét um hann falla.

Auk þess var Arnþrúður dæmd til að greiða 1,1 milljón í málskostnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins.

Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli:

„Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf á á á sam­visk­unni þar sem hann hef­ur lagt heilu fjöl­skyld­urn­ar og fólk í rúst út af at­huga­semda­kerf­um sem hann lét með lyga­f­rétt­um sem að eru fram­leidd­ar?“ 

„Sjáðu bara eins og [...] stjórn­ar­formann Stund­ar­inn­ar, Reyni Trausta­son. Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf og fjöl­skyldu­ham­ingju á á sam­visk­unni? Bæði frá því sem rit­stjóri DV og rit­stjóri Stund­ar­inn­ar og þá stjórn­ar­formaður Stund­ar­inn­ar.“ 

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, sagðist afar ánægður með niðurstöðu dómsins og sem væri vel rökstuddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina