Átti sig ekki á 90 þúsund króna hækkun

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

„Stundum efast ég um að allir átti sig á þessari 90.000 kr. hækkun á grunntaxtana og að lífskjarasamningarnir feli í sér um 30% hækkun grunnlauna hjá lægstu hópunum hjá borginni. Samt tala sumir eins og tilboðið mæti ekki hagsmunum þeirra sem eru á lægstu laununum.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um kjaramálin á Facebook-síðu sinni. 

Dagur bendir á að sterkur stuðningur sé við nýjan kjarasamning sem 17 aðildarfélög af 18 í Starfsgreinasambandinu samþykktu í gær. Aðeins Efling hefur ekki samið af félögunum í Starfsgreinasambandinu.

Dagur telur að stuðningurinn við samningana sé mikill vegna krónutöluhækkana upp á 90.000 kr. ofan á grunntaxta. Þar með eru allra lægstu laun í grunninn orðin um 400.000 kr. á mánuði. 

Samningana þurfi að kynna mun betur, að mati Dags. Samningarnir byggja algjörlega á lífskjarasamningnum sem er einnig grunnurinn í tilboði borgarinnar til Eflingar.   

Á hádegi í dag hefst verk­fall fé­lags­manna Efl­ing­ar, sem starfa hjá Reykja­vík­ur­borg, og lýkur á miðnætti fimmtu­dag­inn 13. fe­brú­ar. Hjá borg­inni starfa um 1.850 fé­lags­menn í Efl­ingu á um 129 starfs­stöðvum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert