Innkalla 275 Suzuki Grand Vitara

Um er að ræða árgerðir 1998 og 1999.
Um er að ræða árgerðir 1998 og 1999. mbl.is/Arnaldur

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf. um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að líknarpúði fyrir bílstjóra geti verið gallaður sem gæti orsakað það að dreifing hans verði ófullnægjandi þegar hann verður virkur.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Suzuki Motor Corporation hafi því ákveðið að innkalla þessa bíla og óskar eftir því að eigendur þeirra geri fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegs galla í líknarpúða með því að láta skipta um hann. 

Tekið er fram, að eigendum bifreiðanna verði tilkynnt um innköllunina bréfleiðis. 

mbl.is