1.500 farþegar hafa endurbókað vegna óveðurs

Alls hafa um 1.500 af 8.000 farþegum Icelandair endurbókað flug …
Alls hafa um 1.500 af 8.000 farþegum Icelandair endurbókað flug sitt á föstudaginn vegna óveðursspár.

Alls hafa um 1.500 af 8.000 farþegum Icelandair endurbókað flug sitt á föstudaginn vegna óveðursspár því útlit er fyrir að alþjóðaflug liggi niðri. Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair. 

„Við tökum reglulega stöðufundi og fylgjumst með hvernig veðrið þróast,” segir Ásdís Ýr. Seinni partinn í dag eða í fyrramálið verða líklega teknar frekari ákvarðanir um viðbragð flugfélagsins vegna óveðursins sem skellur á landinu aðfararnótt föstudags. 

Flugfélagið bauð farþegum sínum að endurbóka flug sitt í gær. Eflaust eiga fleiri eftir að nýta sér þetta í dag og á morgun.  Hvorki lágu fyrir upplýsingar um hvernig endurbókanir dreifast á flugin né á farþega.  

Frétt­in hef­ur verið upp­færð: Þau mis­tök urðu við vinnslu frétt­ar­inn­ar að lægðinni sem skell­ur á land­inu á föstu­dag var ruglað sam­an við aðra lægð, sem mun hafa áhrif í Bretlandi. Þar í landi hef­ur lægðin verið kölluð Denn­is af bresku veður­stof­unni og jafn­vel „Denn­is the Menace“ eða „Denni dæma­lausi“ í um­fjöll­un­um breskra fjöl­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert