Fimm kyrkislöngur gætu fengið inni í Laugardal

Kyrkislanga (Python regius).
Kyrkislanga (Python regius). Wikipedia/Mokele

Umhverfisstofnun hefur veitt leyfi til innflutnings á fimm kyrkislöngum til sýningar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Í umfjöllun Umhverfisstofnunar um umsóknina kemur fram að leitað var umsagnar sérfræðinganefndar um framandi lífverur. Þá var erlendur sérfræðingur fenginn til að vinna áhættumat. Niðurstaða þess er að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Hún er upprunnin í Vestur-Afríku og þarf lík vaxtarskilyrði og þar finnast, hitastig má ekki vera lægra en 21 gráða og raki þarf að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því ekki lifa við íslenskar aðstæður ef hún slyppi úr garðinum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Þorkeli Heiðarssyni, verkefnastjóra hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, voru kyrkislöngur fluttar inn fyrir garðinn árið 2008 ásamt öðrum slöngum. „Kyrkislöngurnar sem komu þá reyndust vera sýktar þannig að sá innflutningur féll um sjálfan sig. Það hefur alltaf verið á dagskránni að reyna aftur,“ segir Þorkell.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert