Átta umsóknir um tvö prestsembætti

Selfosskirkja
Selfosskirkja mbl.is/Ómar Óskarsson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir prestum til þjónustu í tveimur prestaköllum og er umsóknarfrestur nú runninn út.

Auglýst var eftir presti til starfa í Selfossprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Umsóknarfrestur um embættið rann út á miðnætti hinn 6. febrúar. Sex sóttu um: Séra Anna Eiríksdóttir, séra Bára Friðriksdóttir, Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, séra Gunnar Jóhannesson, Guðrún Eggertsdóttir guðfræðingur og séra Sveinn Alfreðsson.

Umsóknarfrestur um embætti sóknarprests í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, rann út hinn 4. febrúar. Tvær sóttu um starfið, Guðrún Eggertsdóttir guðfræðingur og séra Jóhanna Gísladóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert