Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík

Frá Vík í Mýrdal í kvöld. Tíu manns eru nú …
Frá Vík í Mýrdal í kvöld. Tíu manns eru nú í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í félagsheimili í bænum í kvöld. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal. Á tíunda  tímanum voru um tíu manns, allt erlendir ferðamenn, saman komnir í miðstöðinni auk þriggja sjálfboðaliða, að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. 

Ekki vitað hvort von sé á fleirum en fjöldahjálparstöðin verður opin á meðan þörf þykir. 

Búið er að loka þjóðveg­in­um und­ir Eyja­fjöll­um frá Selja­lands­fossi að Vík í Mýr­dal en vonsku­veður er á syðsta hluta lands­ins. 

Brynhildur segir að búast megi við að fleiri fjöldahjálpastöðvar verði opnaðar á Suðurlandi eða Suðausturlandi eftir því sem veður versnar. 

Búast má við víðtækum lokunum vega og hefur Vegagerðin gefið út áætlun um mögulegar lokanir. Meðal fyrirhugaðra lokana má nefna Hellisheiði frá klukkan 2 í nótt, Reykjanesbraut frá klukkan 3 og Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði frá miðnætti en áætlunina í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert