Mælast til að starfsfólk mæti klukkan 5 á morgun

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Árni Sæberg

Búist er við truflunum á reglulegri starfsemi Landspítala á morgun vegna óveðurs.

Á deildum með sólarhringsstarfssemi er mælst til þess að starfsfólk sem hefur tök á mæti til vinnu klukkan 5 í fyrramálið og leysi þá af starfsfólk næturvaktar eftir atvikum, að því er segir í tilkynningu frá spítalanum.

Gert er ráð fyrir að þeir sem ekki þurfa nauðsynlega að mæta til starfa í fyrramálið sinni störfum sínum heima og/eða bíði eftir að veður lægi.

mbl.is