Morgundagurinn sá 12. sem raskar flugi

Veðrátta hefur sett strik í reikninginn í flugáætlunum.
Veðrátta hefur sett strik í reikninginn í flugáætlunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Morgundagurinn verður sá 12. sem veðrið raskar flugáætlunum á Keflavíkurflugvelli á um fimm mánuðum eða frá því í október og fram í febrúar. Það er ívið meira en hefur verið síðustu ár, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúi Isavia. 

Öllu innanlands flugi á morgun hefur verið aflýst. Icelandair af­lýsti 22 brott­för­um til og frá Evr­ópu á morgun og farþegum var boðið að endurbóka flug. Ekki er búið að fella niður flug til Kanada og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun. Um 1.500 af 8.000 farþegum þáðu boð um að flýta flugi sínu.  

„Við erum nánast búin að endurbóka alla farþega aftur í flug. Það hefur gengið vel,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair við mbl.is um farþegana átta þúsund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert