Veðurspár á vef Veðurstofunnar óvirkar

Engin spá birtist á vef Veðurstofu Íslands.
Engin spá birtist á vef Veðurstofu Íslands.

Vefur Veðurstofu Íslands liggur niðri og hefur gert síðustu rúmar 20 mínúturnar eða svo. Unnið er að viðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Ekki er því hægt að skoða staðarspá fyrir landið núna.

Ástæðan fyrir því að staðarspáin er ekki virk er sú að verið var að virkja ný veðurlíkön inn á vefinn. Galli í reiknilíkani varð þess valdandi að hann datt út. Unnið er að viðgerðum eins og fyrr segir og ætti hann að komast aftur í gang innan skamms.

Ekki er talið að vefurinn hafi fallið niður vegna álags. Bilunin kemur á óheppilegum tíma enda er spáð fárviðri á nokkrum stöðum á landinu á morgun og eflaust margir sem vilja renna yfir veðurspána á vefnum.   

Unnið er að viðgerðum á vefnum.
Unnið er að viðgerðum á vefnum.
mbl.is