Á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir þakplötu

Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir …
Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir þakplötu. mbl.is/Eggert

Maður hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir þakplötu í Hvalfirði í morgun. Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu við mbl.is, en Vísir sagði fyrst frá.

Sjúkrabíll var sendur upp í Hvalfjörð eftir manninum og gekk ferðin þangað vel þrátt fyrir ofsaveður og sjúkraflutningamenn voru komnir á staðinn á tíunda tímanum.

Engar upplýsingar fást um líðan mannsins.

mbl.is