Á þriðja hundrað útköll

Björgunarsveitir að störfum í Hlíðasmára í Kópavogi í morgun.
Björgunarsveitir að störfum í Hlíðasmára í Kópavogi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir Landsbjargar hafa sinnt á þriðja hundrað verkefnum það sem af er nóttu og morgni. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Um hundrað hópar björgunarsveita eru að störfum um land allt. Aðallega er um að ræða fok á þak- og húsklæðningum og lausamunum.

Þá hefur brynvarinn bíll, eða svokallaður bryndreki, verið fluttur frá Akranesi á Kjalarnes þar sem veðrið er hvað verst.

Veita meira öryggi

„Þetta eru sérstakir bílar sem eru bæði mjög þungir og þola mikinn vind. Þeir eru sterklega byggðir og brynvarðir og veita þeim sem eru í bílnum meira öryggi í aðstæðum þar sem er mikið um lausamuni, klæðningar og byggingarefni að fjúka. Á Kjalarnesi var hluti af þaki að fjúka og þakplötur úti um allt svo þetta var einfaldlega gert til þess að ná að sinna því verkefni betur. Það er öruggara fyrir fólkið.“

Þá hefur brynvarinn bíll, eða svokallaður bryndreki, verið fluttur frá …
Þá hefur brynvarinn bíll, eða svokallaður bryndreki, verið fluttur frá Akranesi á Kjalarnes þar sem veðrið er hvað verst. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert