Ekkert foktjón í Vík — 24 í fjöldahjálparstöð

Björgunarsveitin Víkverji hefur ekki þurft að sinna neinum útköllum vegna …
Björgunarsveitin Víkverji hefur ekki þurft að sinna neinum útköllum vegna foktjóns í nótt. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Það hefur sloppið við foktjón hjá okkur,“ segir Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, en sveitin hefur verið í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gekk upp að landinu í nótt.

Björgunarsveitin hafði hins vegar í nógu að snúast í gærkvöldi við að hjálpa fólki í bílum sem lentu í ógöngum í grennd við Vík og voru slík verkefni 16 talsins.

Alls gistu 24 ferðamenn í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í nótt, en öll gistipláss í þorpinu seldust upp í gærkvöldi og gat fólkið því hvergi höfði sínu hallað.

Þeir ferðamenn eru ekki að fara neitt alveg á næstunni, frekar en aðrir, enda „allt alveg kolófært“ út úr þorpinu að sögn Orra og veðrið sennilega í hámarki þessa stundina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert