Ekki fara út - 60 m/s í hviðum

Aðgerðastjórnin var virkjuð á höfuðborgarsvæðinu klukkan 5 í morgun.
Aðgerðastjórnin var virkjuð á höfuðborgarsvæðinu klukkan 5 í morgun. Facebook-síða lögreglunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk um að halda sig innandyra á meðan versta veðrið gengur yfir ef því verður viðkomið. 

Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins var virkjuð klukkan fimm. Helstu verkefnin hafa verið á Kjalarnesi og í efri byggðum. Vindhviður á Kjalarnesi fóru yfir 60 m/s á tímabili snemma í morgun. 

mbl.is