Lítið að gera í leigubílaþjónustu

Kringlumýrarbraut kl. 8:30 í morgun.
Kringlumýrarbraut kl. 8:30 í morgun. mbl.is/Eggert

Morgunninn hefur verið með rólegra móti hjá leigubifreiðaþjónustum höfuðborgarsvæðisins. Hjá Hreyfli, stærstu leigubifreiðaþjónustu landsins, hefur verið mun minna að gera en á venjulegum degi. 

Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveri Hreyfils hefur helst verið óskað eftir leigubifreiðaþjónustu á sjúkrahúsum og hótelum, en talsvert færri bílstjórar eru á vaktinni en venjulega.

Svo virðist sem fólk hafi tekið leiðbeiningum yfirvalda um að vera ekki á ferðinni að óþörfu alvarlega, en rauð viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið til klukkan ellefu.

Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveri Hreyfils hefur helst verið óskað eftir …
Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveri Hreyfils hefur helst verið óskað eftir leigubifreiðaþjónustu á sjúkrahúsum og hótelum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert