Milljarður rís frestað til mánudags

Frá Milljarður rís á síðasta ári.
Frá Milljarður rís á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna óveðurs var tekin ákvörðun um að fresta viðburðinum Milljarður rís, sem fara átti fram í Hörpu í hádeginu í dag, til mánudagsins 17. febrúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women á Íslandi. Verður viðburðurinn því í Silfurbergi í Hörpu á mánudag, 17. febrúar, klukkan 12:15 til 13:00.

Í ár er kastljósinu beint að stafrænu ofbeldi sem er sívaxandi vandamál. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur úti Instagram-reikningnum Fávitar, er heiðursgestur og heldur hvatningarræðu.

mbl.is