MR hafði sigur eftir mikla spennu

MR-ingar voru kátir í kvöld.
MR-ingar voru kátir í kvöld. Skjáskot/RÚV

Lið Menntaskólans í Reykjavík (MR) sigraði lið Kvennaskólans í Reykjavík, sigurvegara síðasta árs, í átta liða úrslitum Gettu betur í kvöld, 25:24.

Meistararnir eru þar með úr leik en MR-ingar hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum. 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Borgarholtsskóli hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Næsta föstudag kemur í ljós hvort það verður Verzlunarskóli Íslands eða Menntaskólinn á Ísafirði sem tryggir sér síðasta sætið í undanúrslitunum.

Lið MR skipa Ármann Leifsson, Birta Líf Breiðfjörð Jónasdóttir og Víkingur Hjörleifsson.

Lið Kvennaskólans skipa Ari Borg Helgason, Áróra Friðriksdóttir og Berglind Bjarnadóttir.

mbl.is