Opnað fyrir umferð um Reykjanesbraut

Enn er bálhvasst og hálka á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi.
Enn er bálhvasst og hálka á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi. Ljósmynd/Lögreglan

Búið er að opna Reykjanesbraut og Grindavíkurveg. Enn er þó bálhvasst og hálka og hálkublettir á vegunum og hvetur lögregla vegfarendur til að sýna aðgát og fara varlega.

Flestar aðrar aðalleiðir á landinu eru enn lokaðar og fólk beðið að vera ekki á ferðinni.mbl.is