Reykjanesbraut lokað

Björgunarsveitarfólk stendur vaktina víða um land enda ofsaveður að ganga …
Björgunarsveitarfólk stendur vaktina víða um land enda ofsaveður að ganga yfir landið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi verður lokað klukkan fimm en þar er að bæta mikið í vind. Búið er að loka Hellisheiði og Þrengslum.

Búast má við víðtækum lokunum á vegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar er lítill snjór á götum borgarinnar en mjög hvasst þannig að það er mjög blint, sérstaklega í efri byggðum. Í Úlfarsárdal skefur mjög mikið en annars staðar er lítill snjór. Unnið verður að hreinsun á hefðbundinn hátt og þegar óveðrið gengur yfir verður staðan tekin að nýju en spáð er hlýindum síðar í dag. 

Eitthvað er um að lausamunir séu farnir að fjúka á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars fauk strætóskýli á Sogavegi og söfnunarkassar frá Skátum hafa verið að fjúka samkvæmt upplýsingum frá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. 

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is