Sjö flugvélar Icelandair lenda um þrjúleytið

Áætlað er að flugvélarnar lendi á Keflavíkurflugvelli um þrjúleytið í …
Áætlað er að flugvélarnar lendi á Keflavíkurflugvelli um þrjúleytið í dag.

Sjö flugvélar frá Icelandair eru væntanlegar til landsins frá Bandaríkjunum og Kanada um þrjúleytið í dag.

Fluginu var seinkað í morgun vegna óveðursins sem gengur yfir landið.

Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru vélarnar að leggja af stað en þær koma frá Chicago, Newark, Washington, New York, Boston, Toronto og Seattle.

Ásdís Ýr bætir við að allt flug sé á áætlun síðdegis í dag, þar á meðal til og frá Evrópu. Klukkutímaseinkun hefur þó orðið á flugferð frá Kaupmannahöfn sem átti að fara klukkan 14.

mbl.is