Sjór flæðir á land á Suðurnesjum

Mikill sjór hefur flætt á land í Garði.
Mikill sjór hefur flætt á land í Garði. Ljósmynd/Davíð Ásgeirsson

Mikill sjór hefur flætt á land á Reykjanesi, ekki síst við Ægisgötu í Keflavík og í Garði í Suðurnesjabæ þar sem allt er á floti.

Ólafur Helgi Kjartansson staðfestir í samtali við mbl.is að sjór hafi flætt inn Rána, veitingastað við Hafnargötu í Keflavík. Slökkvilið er á leið á vettvang. Í Garði hefur sjór flætt yfir varnargarða.

Viðbragðsaðilum á Reykjanesi hafa borist á sjöunda tug útkalla það sem af er og eru útköll enn að berast.

Í Garði hefur sjór flætt yfir varnargarða.
Í Garði hefur sjór flætt yfir varnargarða. Ljósmynd/Lögreglan

„Það er ljóst að það hefur orðið eignatjón hér á Suðurnesjum. Í Grindavík, Sandgerði, Vogum, Garði og Reykjanesbæ, bæði í Njarðvík og Keflavík. Þetta er aðallega fok, þakplötur hafa verið að fjúka, bíll fauk, það var bátur sem þurfti að festa í Njarðvíkurhöfn og rúður hafa brotnað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert