Skjálfti upp á 3,1 við Grindavík

Skjálftinn var við Grindavík, en þar hefur land risið undanfarið …
Skjálftinn var við Grindavík, en þar hefur land risið undanfarið með tilheyrandi skjálftavirkni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skjálfti upp á 3,1 varð við Grindavík nú á níunda tímanum í dag, en upptök hans voru 4,8 kílómetra norð-norð-vestur af Grindavík. Fannst hann í bæjarfélaginu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar varð skjálftinn á 4,3 kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 08:26.

Fimm aðrir skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti, en allir voru þeir undir 2 stigum.

mbl.is