Snarvitlaust veður á Kjalarnesi

Veðrið er orðið afar slæmt á Kjalarnesi og hefur björgunarsveitin þar óskað eftir aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna fjölda foktjóna. Sjálfvirkur mælir Vegagerðarinnar sýnir 54 metra á sekúndu í hviðum við Blikdalsá og á Kjalarnesi fer í 45 metra á sekúndu í hviðum.

Sjö útköll hafa komið á borð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins það sem af er nóttu og er stöðugt að bæta í. 

mbl.is